Nú er verið að dreifa Menningarkorti Suðurlands í hús hér á Suðurlandi. Handhafar þess fá afslátt á 23 stöðum fyrir sig og alla þá sem viðkomandi greiðir fyrir. Kortið gildir allt árið 2019, svo varðveitið það vel og nýtið við öll hugsanleg tækifæri! Vinsamlega athugið að afslættir gilda ekki með öðrum afsláttum svo sem hópafslætti. Sjá nánar hér: www.south.is.
Sagnheimar eru þátttakendur í Menningarkortinu. Verið velkomin!