Image module

Stór hluti sýningarsvæðis er svokallað bryggjusvæði þar sem sjómennsku og fiskvinnslu Eyjamanna eru gerð nokkur skil.

Í gamalli talstöð má hlusta á átakanlegar sjóslysasögur og ótrúleg björgunarafrek.

Saga frumkvöðla og afreksmanna er rakin ásamt sögu hafnargerðar, bátasmíða og vinnslu sjávarafla.

Á bryggjusvæðinu er að finna beituskúr og verbúð.

Formannavísur eru lesnar og sungnar og Ási í Bæ syngur lag sitt Í verum.

Bjargveiðimenn eiga einnig sinn kofa og sögu í lifandi myndum á bryggjusvæðinu.