Sagnheimar fagna 70 ára afmæli lýðveldisins á 17. júní á hefðbundinn hátt.
Fjallkonan Sóley Guðmundsdóttir flytur hátíðarljóð á Hraunbúðum kl. 10:30 og á Stakkagerðistúni á eftir hátíðarræðunni kl. 14.
Í Einarsstofu er farandsýningin Fiskimjöls- og lýsisiðnaður í 100 ár og fer nú hver að vera síðastur að skoða þessa merku sýningu.
Vekjum einnig sérstaka athygli á að enn er hægt að sjá íslenska búninga úr eigu safnsins í Sagnheimum.
Opið verður í Sagnheimum kl. 11-17 og frítt er inn á safnið í tilefni dagsins.
Allir hjartanlega velkomnir.
Gleðilega hátíð!