Mikið var um að vera í Sagnheimum í dag, er byggðasafnið fagnaði 80 ára afmæli sínu. Frumkvöðull safnsins, Þorsteinn Þ. Víglundsson, miðaði alltaf stofndag safnsins við fyrsta gripinn sem hann fékk á vordögum 1932, púðurhorn gert úr nautshorni.
Margt var góðra gesta sem krydduðu afmælisveisluna með ýmsu móti en rúmlega hundrað manns mættu í veisluna.