Á íslenska safnadaginn var afmælisgjöf afkomenda Þorsteins Þ. Víglundssonar til Vestmannaeyinga, myndband frá 1981 þar sem Þorsteinn segir sögu gamalla muna í safninu, sýnt allan daginn. Pjetur Hafstein Lárusson las úr nýútkomnu ljóðasafni sínu í Ingólfsstofu og Jón Óskar sýndi myndverk sín í Einarsstofu. Rúmlega hundrað manns heimsóttu Safnahúsið þennan dag.
Íslenski safnadagurinn í Safnahúsi Vestmannaeyja
