Nokkrar fastar sýningar eru á safninu en leitast er við að brjóta rýmið reglulega upp með minni sýningum og viðburðum, sem þá eru auglýstir sérstaklega.

Heimaeyjargosið
Aðfaranótt 23. janúar 1973 hófst eldgos í Heimaey og nær allir íbúarnir, um...
Sjávarútvegur
Stór hluti sýningarsvæðis er svokallað bryggjusvæði þar sem sjómennsku og...
Tyrkjaránið
Það var 16. júlí árið 1627 að þrjú skip sigldu upp að austurströnd Heimaeyjar.
Konur
Staða kvenna er á fáum stöðum eins mikilvæg og í sjávarplássum. Oft bera þær einar ábyrgð á rekstri heimila sinna og velferð fjölskyldunnar í lengri eða skemmri tíma. Brugðið er ljósi á líf nokkurra kvenna og einnig framlag þeirra í lækningum, handverki og listum.
Þjóðhátíð
Þjóðhátíðin var fyrst haldin árið 1874 og nær árlega síðan. Hún er mikilvægt sameiningartákn Eyjamanna með öllum sínum hefðum og siðum og er tónlist Oddgeirs Kristjánssonar órjúfanlegur hluti hennar. Á safninu er boðið til sætis í hefðbundnu Þjóðhátíðartjaldi heimamanna.
Oddgeir Kristjánsson Undurfagra ævintýr
Sýning tileinkuð Oddgeiri Kristjánssyni, einum ástsælasta tónlistarmanni Vestmannaeyinga.
Fuglarnir hans Olla. Einstakt safn uppstoppaðara fugla
Glæsilegt fuglasafn sem Ólafur Tryggvason (Olli málari) gaf Sagnheimum til varðveislu 2023. Í safninu má m.a. finna lundadrottningu, lundaprins, kolapilta og langvíudrottningu. Þá eru í safninu flækingar eins og krákubróðir, tregadúfa og hvítur hrossagaukur.
Bryggjusvæði
Stór hluti sýningarsvæðis er svokallað bryggjusvæði þar sem sjómennsku og fiskvinnslu Eyjamanna eru gerð nokkur skil. Í gamalli talstöð má hlusta á átakanlegar sjóslysasögur og ótrúleg björgunarafrek. Saga frumkvöðla og afreksmanna er rakin ásamt sögu hafnargerðar, bátasmíða og vinnslu sjávarafla. Á bryggjusvæðinu er að finna beituskúr og verbúð. Formannavísur eru lesnar og sungnar og Ási í Bæ syngur lag sitt Í verum. Bjargveiðimenn eiga einnig sinn kofa og sögu í lifandi myndum á bryggjusvæðinu.
Kapteinn Kohl og herfylkingin
Eyjamenn geta einir landsmannastátað að því að hafa stofnað sína eigin herfylkingu. Forsprakkinn þar var danski sýslumaðurinn Kapteinn Kohl sem hingað kom árið 1853. Kapteinn Kohl var röggsamt yfirvald og eldhugi, tók virkan þátt í störfum og lífi heimamanna,innleiddi bindindi, kenndi mönnum íþróttir og góða siði, byggði hús og vegi og var elskaður og dáður. Hann hélt fánahátíðir í Herjólfsdal, þar sem fjölskyldur komu saman, iðkuðu íþróttir og borðuðu nestið sitt. Því má ef til vill segja að hann hafi einnig verið frumkvöðull Þjóðhátíðarinnar.
Mormónar
Mormónar eiga líka sitt sögusvæði á safninu. Fyrstu íslensku mormónatrúboðarnir, Þórarinn Hafliðason í Sjólyst í Vestmannaeyjum og Guðmundur Guðmundsson í Ártúni á Rangárvöllum, störfuðu í Vestmannaeyjum og á árunum 1854-1914 fóru um 200 Eyjamenn til Vesturheims í leit að betri heimi. Í samstarfi við Safnahús er starfandi áhugamannahópur um afdrif og sögu þessa fólks auk þess sem Brigham Young háskólinn í Utah er samstarfsaðili.