Boðið verður upp á súpu og stuttan hádegisfyrirlestur í Sagnheimum á kvenréttindadaginn 19. júní.
Dagskrá:
12:00 Súpa og brauð
12:15 Sigrún Þorsteinsdóttir húsmóðir flytur erindið ,,Allir geta breytt viðhorfum sínum”, sem hún byggir á reynslu sinni og atvikum úr eigin lífi.
12:55 Dagskrárlok.
Verið hjartanlega velkomin!
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands og Safnaráði.
Sigrúnu Þorsteinsdóttur þarf ekki að kynna fyrir Vestmannaeyingum, hún hefur verið ötul í baráttu sinni fyrir mannréttindum og friði.
Í kvennastofu Sagnheima eru kynntar nokkrar Eyjakonur sem allar sköruðu framúr hver á sinn hátt. Er fólk hvatt til að koma og kynna sér sögu þeirra.