Sagnheimar, Skjalasafn,Bókasafn og Listasafn hafa sett upp sameiginlega aðventusýningu í Einarsstofu.
Málverk Gísla Þorsteinssonar prýða veggi og jólaguðspjallið er í mismunandi Biblíuútgáfum í skápum.
Skjalasafn og Sagnheimar drógu fram jólakortasafn Nýju í Gíslholti auk þess sem ýmsir jólagripir úr geymslum Sagnheima skreyta skápa.
Skápur í Einarsstofu með jólakortum Nýju í Gíslholti og munum úr geymslu Sagnheima.