Söfnin í Vestmannaeyjum og sundlaugin bjóða nú upp á sérstakan Eyjalykil, sem nálgast má í söfnunum og sundlauginni. Einstaklingslykill kostar 2.000 kr. og fjölskyldulykill (hjón með börn) kostar kr. 4.200.
Lykilinn gildir fyrir eina heimsókn að Sagnheimum, Sæheimum, Surtseyjarstofu og sundlauginni á meðan á sumaropnun stendur.