Stundum getur maður ekki annað en gripið andann á lofti þegar saga hluta í geymslu koma í ljós, hluta sem í jafnvel í fyrstu virðast hversdagslegir. Þessum 16 cm blýanti fylgir eftirfarandi saga: Tréblýant þennan átti Matthías ,,snikkari” Markússon í Landlyst. Hann var kvæntur Solveigu ljósmóður Pálsdóttur prests á Kirkjubæ. Þessi hjón byggðu annan helming Landlystar árið 1847 og árið eftir hinn helminging hússins, þar sem danska konungsvaldið stofnaði ,,Stiftelsið”, fæðingardeildina frægu, til þess að láta þar rannsaka orsök ginklofans, barnasjúkdómsins banvæna. Ragnar Ásgeirsson (Ásgeirssonar) barnabarn hjónanna færði safninu blýantinn. Þessi litli blýantur er dæmi um hvernig lítill hlutur getað túlkað stórkostlega sögu!
Gersemar í kjallara Sagnheima, byggðasafns
