Í Safnahúsi Vestmannaeyja er þess nú minnst með fjölbreytilegum sýningum að 40 ár eru frá upphafi Heimaeyjargossins.
Einarsstofa: Hjálmar R. Bárðarson, ljósmyndarsýning: Heimaey í svarthvítu.
Kristinn Benediktsson, ljósmyndasýning, Heimaeyjargosið.
Sýning frá héraðsskjalasafni og bókasafni í skápum.
Stigagangur: Gosverk barna í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Sagnheimar: Gosverk barna í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Sagnheimar/Pálsstofa. Sigurgeir Jónasson, ljósmyndasýning: Flóttinn frá Heimaey.
Skráning og sýnishorn úr heimildasöfnuninni: Bátsferðin mín gosnóttina 1973.
Sýningarnar verða allar opnaðar 23. janúar kl. 17 með stuttri athöfn í Sagnheimum.
Allir hjartanlegar velkomnir!