Að vanda minnast við þeirra áfanga sem náðst hafa á kvenréttindadaginn 19. júní með því að hittast í Sagnheimum kl. 16:30.
Guðný Gústafsdóttir kynjafræðingur flytur erindi, frænkurnar, Hafdís, Soffía og Sara flytja baráttulög kvenna og spjallað saman yfir kaffi og konfekti.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskráin er styrkt af Rótarý og SASS.