Mikið var um að vera um helgina í öllu Safnahúsinu.
Í Sagnheimum var sett upp sýning til minningar um Oddgeir Kristjánsson, tónskáld, sem hefði orðið 100 ára 16. nóv. nk. Sýningin var gerð í samvinnu við Skjalasafn og ættingja Oddgeirs, sem lögðu til hljóðfæri, nótur og myndir. Tríóið glóðir opnaði sýninguna með nokkrum Oddgeirslögum á bryggju Sagnheima.
Oddgeirssýningin verður opin til 9. janúar 2011.