Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí kl. 13 opnar í Einarstofu Safnahúss farandsýning Síldarminjasafnsins í Siglufirði. Af því tilefni fjallar Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva í stuttu máli um sögu og mikilvægi fiskimjölsverksmiðjanna í atvinnulífi Eyjamanna í heila öld. Sýningin verður síðan opin á opnunartímum Safnahúss til 25. júní. Allir hjartanlega velkomnir.
Saga fiskimjölsverksmiðja í 100 ár – nú í Eyjum!
