Mikilvægur hluti af starfsemi Sagnheima er að safna saman og rannsaka sögu Vestmannaeyja, hvort sem það snertir atvinnusögu eða þætti daglegs lífs. Nú er starfshópur sem skipaður er netagerðarmönnum fyrr og nú ásamt Arnari Sigurmundssyni og safnstjóra að skrá sögu netagerðar í Vestmannaeyjum og kemur þar margt forvitnilegt í ljós. Afraksturinn verður síðan birtur í máli og myndum á málþingi í Sagnheimum í aprílmánuði. Fyrirspurnir okkar leiddu til þess að safninu barst þessi dýrgripur, sem hér má sjá á mynd, til varðveislu. Um er að ræða veski/tösku sem Rögnvaldur Jónsson (1906-1993) átti og notaði undir netanálar sínar og hafði ávallt með sér niður á bryggju en hann vann lengi í Netagerð Ingólfs. Í veskinu eru aðallega nálar sem notaðar voru við síldar- og loðnunætur en netamenn munu vafalaust greina þær betur fyrir safnið. Veskið hafði verið í vörslu Magnúsar Rögnvaldar Birgissonar og þökkum við honum kærlega fyrir að hafa varðveitt þennan dýrgrip svona vel.
PrevJólaratleikur í Sagnheimum 7. janúar 2017, kl. 13-16.03 janúar 2017NextSagnheimar á þorranum15 febrúar 2017
Warning: Undefined array key 0 in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279
Warning: Attempt to read property "slug" on null in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279