Rótarýklúbbur Vestmannaeyja fagnar 60 ára afmæli sínu 26. maí. Af því tilefni verður þann dag kl. 17 opnuð sýning í Einarsstofu á vegum klúbbsins. Einnig verður boðið upp á hádegiserindi í Sagnheimum fimmtudaginn 28. maí kl. 12. Þar mun Margrét Arnardóttir hjá Landsvirkjun flytja erindi um vindmyllur og nýtingu vindorku. Allir hjartanlega velkomnir.
Saga og súpa í boði Rótarý á fimmtudaginn 28. maí í Sagnheimum
