Á morgun, þriðjudag, blásum við enn til Sögu og súpu í Sagnheimum. Þá mun Steve Leifson, bæjarstjóri í Spanish Fork ræða um þessa elstu Íslendinganýlendu í heimi utan Íslands en hann er afkomandi Hjálmfríðar Hjálmarsdóttur í Kastala. Erindið er um 30 mínútur og er flutt á ensku. Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.