Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 12-13 bjóðum við upp á sögu og súpu í Sagnheimum. Að því loknu verður opnuð Kjarvalssýning í Einarsstofu í boði Listasafns Vestmannaeyja.
Dagskrá:
Súpa og brauð.
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fjallar um Vestmannaeyjar sem myndefni og kynnir hugmynd sína um úrvalsbók með listaverkum sem hafa Vestmannaeyjar að viðfangsefni.
Opnun sýningar á Kjarvalsmyndum í Einarsstofu.
Allir hjartanlega velkomnir!
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.