Guðrún Hildur Rosenkjær hjá Annríki hefur verið með námskeið hér í Eyjum undanfarnar vikur í í þjóðbúningasaum. Hún leit við í geymslum Sagnheima um helgina og sá þar margan dýrgripinn. Stefnt er að því að draga þennan fjársjóð fram í dagsljósið í samvinnu við Guðrúnu Hildi í maímánuði og þá jafnvel í samfloti við útskrift nemenda hennar hér. Nánar auglýst síðar.
Sagnheimar og Annríki, þjóðbúningar og skart
