Þriðjudaginn 30. apríl nk. er boðið upp á sögugöngu þar sem rakin er saga nokkurra minnismerkja og styttna bæjarins. Við hittumst við hurð Landakirkju kl. 17, þar sem gangan hefst. Gangan er lokahnykkur á afmælisverkefni Visku og eru allir hjartanlega velkomnir. Göngufólki er bent á að vera vel skóað og taka með sér húfu og vettlinga.
Styttuganga í boði Visku, 30. apríl kl. 17
