Sagnheimar – safnastefna

Sagnheimar, byggðasafn leggur megináherslu á atvinnuhætti Vestmannaeyinga og sérkenni í sögu þeirra. Lögð er áhersla á að segja söguna á sem margvíslegastan hátt og gera hana aðgengilega. Markhópar safnsins eru hinn almenni bæjarbúi, gestir þeirra og ferðamenn en einnig nemendur, fræðimenn og starfsfólk annarra safna.

 1. Miðlun. Markmið: Vönduð miðlun og fræðsla með bæði menntunar- og skemmtigildi fyrir ólíka hópa samfélagsins.
  Sýningarstefna: Sagnheimar vilja með sýningum sínum efla söguvitund og skilning á sögu Vestmannaeyja með áherslu á það sem er sérstakt fyrir Vestmannaeyjar eins og fiskveiðar, fiskvinnslu, nýtingu bjargfugl, Heimaeyjargosið og Tyrkjaránið.Áhersla er lögð á að safnið sé ávallt lifandi og taki breytingum eftir straumum og stefnum í þjóðfélaginu og sé aðgengilegt öllum óháð aldri, uppruna eða menntun.
  Fræðslustefna: Sýningar Sagnheima bjóða upp á fræðslu fyrir ólíka hópa samfélagsins, vekja forvitni og veita innlendum og erlendum gestum innsýn í sögu og menningu Vestmannaeyja. Sagnheimar hefur að leiðarljósi að skipuleggja og móta safnfræðslu í þágu jafnréttis og margbreytilegs samfélags.Samstarf Sagnheima og skóla skal vera markvisst og þróun verkefna vera í samvinnu við kennara og í smaræmi við aðalnámskrá og hæfa viðfangsefni, aldri og áhuga nemenda.
  Viðburðastefna: 
  Sagnheimar taka virkan þátt í menningarviðburðum Vestmanna-eyja, ýmist einir sér eða í samstarfi við önnur söfn Safnahúss, Vestmannaeyjabæ, einstaklinga eða félagasamtök.2. Rannsóknarstefna. Markmið: Rannsóknarstarf skal eflt í samstarfi við einstaklinga, stofnanir og önnur söfn hérlendis og erlendis með áherslu á atvinnusögu og eða sögu byggðalagsins. Áhersla skal lögð á rannsóknir og fræðastörf sem bæta við þekkingu á viðfangsefnum safnsins. Niðurstöður skulu gerðar aðgengilegar íbúum og gestum með viðburðum, sýningum og annarri miðlun.3. Söfnunarstefna. Markmið: Safnkostur með áherslu á sögu Eyjanna. Sýningar Sagnheima endurspegla áherslur safnsins á byggðarsögu Vestmannaeyja, atvinnusögu, hversdagsmenningu og daglegt líf íbúa. Sýningunum er ætlað að ýta undir samfélagslegar umræður, forvitni og gagnrýna hugsun er varðar fortíð, nútíð og framtíð. Við móttöku nýrra safngripa skal hafa að leiðarljósi að þeir bæti við þekkingu og/eða skilning á sögu Vestmannaeyja og falli þannig að áherslum safnsins.

  4. Skráningarstefna. Markmið: Allur safnkostur verði sýnilegur almenningi á sarpur.is.

  5. Varðveislustefna. Markmið: Öryggi safnkosts verði tryggður til framtíðar. Stöðugt átak er í gangi um bættan aðbúnað safnkosts Sagnheima, sem nú er auk sýningarsvæðis á tveimur geymslustöðum. Forvarsla skal vera í samráði við sérfræðinga Þjóðminjasafns og aðra fagaðila.

   

   

Image module
Image module
Image module