Líf og fjör var í Safnahúsi Vestmannaeyja í morgun þegar um 60 nemendur ásamt kennurum og leiðbeinendum úr Víkinni komu í heimsókn. Eftir að hafa skoðað spennandi veröld bókasafnsins var farið í rannsóknarleiðangur í kjallarann. Í Sagnheimum var fræðst um eldgosið á Heimaey, þorrann og ýmislegt forvitnilegt sem gert var í gamla daga. Áður en þessi flotti hópur kvaddi var kíkt í þjóðhátíðartjaldið og sjóræningjahellirinn kannaður. Takk fyrir heimsóknina – þið voruð frábær!