Í dag opnaði í Einarsstofu sýningin Bókaveröld barnanna. Þar lýsa börn í Grunnskóla Vestmannaeyja uppáhaldsbók sinni með orðum og myndum. Sýningin verður opin í tvær vikur.
Í Sagnheimum, byggðasafni er opið um helgina kl. 11-17. Fjallkonan í ár er Kristín Sjöfn Ómarsdóttir og klæðist hún skautbúningi Ásdísar Johnsen, sem nú er í eigu Byggðasafns.