Eru til jólalundar?
Goggi lundi varð eftir hér í Eyjum þegar foreldrar hans flugu í burtu í haust. Jólakötturinn bauð honum vetrarvist á fjöllum með sér ásamt Grýlu, Leppalúða og jólasveinunum og verða nokkurs konar jólalundi. Goggi treystir ekki alveg jólakisa en biður vaska krakka að hjálpa sér að finna hluti á safninu sem gætu gagnast honum í vetur – ef hann þiggur boðið.
Frítt fyrir fullorðna í fylgd barna!
Allir hjartanlega velkomnir!