Safnið okkar – sagan mín: Njáll Ragnarsson
Laugardaginn 30. mars kl. 13
Danski Pétur og vélvæðing fiskiskipaflotans.
Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs segir sögu langafa síns, Danska Péturs (Hans Peder Andersen) og sona hans.
Saga þeirra er samofin hinni merkilegu atvinnusögu Vestmannaeyja í byrjun 20. aldar um þær mundir er Vestmannaeyjar fengu kaupstaðarréttindi.
Hvað blés þessari blásnauðu kynslóð í brjóst ódrepandi bjartsýni?
Allir hjartanlega velkomnir!