Sunnudaginn 21. febrúar kl. 12 verður boðið upp á Sögu og súpu í Sagnheimum, byggðasafni.
Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona flytur erindið:
,,Við erum það sem við hugsum.
Hvaða hugarfar þarf til að ná markmiðum sínum og verða afreksíþróttamaður eða ná langt á öðrum sviðum mannlífsins?
Margrét Lára kynnir einnig helstu niðurstöður rannsókna sinna um kvíða og þunglyndiseinkenni hjá íslenskum atvinnumönnum í boltaíþróttum.
Allir hjartanlega velkomnir!
Dagskráin er styrkt af SASS, samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.
Vekjum einnig athygli á að nú fara að verða síðustu forvöð að sjá sýninguna: ,,Eyjakonur í íþróttum í eitt hundrað ár” í Sagnheimum!