Nú eru í Einarsstofu sýnd nokkur verka Guðna A. Hermansen (1928-1989), sem öll eru í eigu Listasafns Vestmannaeyja.
Guðni var oft kallaður heimamálari Eyjamanna enda sótti hann efnivið í flestar myndir sínar til umhverfis Eyjanna.
Guðni var einnig mikill hæfileikamaður á tónlistarsviðinu og þekktur fyrir jazzáhuga sinn, lék á píanó, harmoniku og saxafón.
Meira má lesa um lífshlaup Guðna og list hans á heimasíðu sem stofnuð hefur verið um hann, sjá:
http://heimaslod.is/gudni/adalsida.htm