Ný sýning var opnuð í Sagnheimum í dag.
Sögð er saga þeirra 400 mormóna sem fóru frá Íslandi til Utah 1854-1914 en um 200 Vestmannaeyingar voru í þeim hópi. Sýning þessi markar upphaf samstarfs milli háskólans í Utah og Vestmannaeyja að rannsaka þessa sögu betur.
Um 100 manns mættu til vígslunnar, þar á meðal gestir frá Utah og mormónakór frá Reykjavík og Selfossi.