Í Einarsstofu eru gosmyndir Hjálmars Böðvarssonar í millisafnaláni frá Þjóðminjasafni. Þar eru einnig myndir Kristins Benediktssonar bæði á vegg og einnig á þriðjahundrað gosmyndir á sjónvarpsskjá. Sýningarnar eru opnar á opnunartíma Safnahúss.
Um páskana verða sýndar Kjarvalsmyndir í eigu Listasafns Vestmannaeyja. Opnunartími verður auglýstur þegar nær dregur.