Sagnheimar eru aðilar að Sarpi, menningarsögulegu gagnasafni safna, ásamt um 50 öðrum söfnum. Söfnin skrá muni sína í sameiginlegan gagnagrunn, oft með mynd og ítarupplýsingum. Upplýsingarnar eru síðan öllum opnar á vefslóðinni www.sarpur.is. Sagnheimar eru nú í skráningarátaki inn á vefinn og er tilhlökkunaefni að geta sýnt muni safnsins á þessum vettvangi. Meðfylgjandi mynd var tekin af þátttakendum og leiðbeinendum á skráningarnámskeiði Landskerfis nú í janúar.