Á laugardaginn eru liðin 43ár frá upphafi Heimaeyjargossins.
Af því tilefni kynnir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri kl. 13 í Sagnheimum, byggðasafni viðbragðs- og rýmingaráætlun fyrir Vestmannaeyjar vegna eldgoss og annarra hamfara. Kl. 14 opnar síðan afmælissýning Ásmundar Friðrikssonar í Einarsstofu.
Allir hjartanlega velkomnir
Ljósm.: Ólafur Guðmundsson