Sumarið í Sagnheimum hófst í raun með herkvaðningu og dagskrá um kaptein Kohl á sumardaginn fyrsta. Nú er verið að undirbúa í Safnahúsi dagskrá um Árna úr Eyjum sem verður á sjómannadag. Ýmislegt fleira er í bígerð og verður það tilkynnt jafnóðum og línur skýrast.