Líf og fjör verður í Safnahúsinu á sumardaginn fyrsta enda vetur konungur loks að kveðja.
Bæjarlistamaður verður kynntur og hefst sú dagskrá kl. 11.
Málþing verður um sagnaarfinn okkar í Einarsstofu kl. 13-15 með þátttöku Vésteins Ólasonar, Einars Kárasonar og Guðna Ágústssonar.
Opið verður í Sagnheimum, byggðasafni kl. 13-16. Frítt inn.
Í Einarsstofu er myndlistarsýning Sigurdísar Hörpu Arnarsdóttur: mEyjar og samsýning safna Safnahúss: Úr fórum kvenna í skápum.
Allir hjartanlega velkomnir!